top of page
hobbeslarge.jpg

SAMFÉLAGSSÁTTMÁLINN

Thomas M. & Bjartur

Home: Welcome

LOKAVERKEFNI 10.B

Fyrir lokaverkefni 10.b átti að svara rannsóknarspurningu. Við gerðum spurningu yfir Samfélagssáttmálann. Við eyddum þrjár vikur í rannsókn. Sú spurning er: hvers virði hefur Samfélagssáttmálinn nú til dags?

Home: Text

HVAÐ ER SAMFÉLAGSSÁTTMÁLINN?

Samfélagssáttmálinn er óskrifaður samningur þar sem hópur fólks gefur hluta af frelsi sínu fyrir vernd og rétt.

Allir Samfélagssáttmála heimsspekingar byrja með söma hugmynd um Samfélagssáttmálann.

Að menn séu frjálsir og fá ávexti frá vinnu sinni, frelsið myndar deilur (stríð o.fl.) og út af því vantar valdastjórn.

 Samfélagssáttmálinn sameinar fólk og mynda þessa valdstjórn með því að lýðurinn ræður mann eða menn til að mynda ríkisstjórn og stjórna lýðnum. Hugmyndinn um Samfélagssáttmáli var að reyna að átta sig á hvers vegna fólk þurfa að lifa í samfélugum og ekki að hugsa bara um sjálfan sig.

Home: Text

HVENÆR BYRJAÐI FÓLK AÐ HUGSA UM SAMFÉLAGSSÁTTMÁLANN?

Það byrjaði í Trúabragðastríðinu eða þrjátíu ára stríðinu. Áður enn siðaskiptin gerðust var vald hjá konungum og konungar fengu vald sitt frá guði. Í öðrum orðum fengu þeir vald sitt frá páfanum og kaþólsku kirkjunni. Kirkjan varð rík og valdamikill út af því. það hafði verið margskonar barátta gegn kirkjunni en engin eins áhrifarík og þegar Martin Lúther hengdi sitt níutíu og fimm ástæðar afhverju kirkjan er spillt sem var hengt upp á kirkjudyr árið 1517. Flest af þessari gagnrýni var að kaþólska kirkjan væri ekki að túlka biblíuna á réttan hátt, aðallega að þú gæti farið í himmnaríki ef þú væri ríkur og gefir pening til kirkjunar. önnur gagnrýni var að prestar gátu ekki gifst og að sumir prestar væru heilagir. Þeir valdhafar sem styddu mótmælenda vildu vinna gegn áhrifum kirkjunnar og svo þeir sjálfir fái peninginn sem kirkjan hafði og að það væri skýr aðskilningur kirkju og ríkisins. Margir fátækir bændur urðu að mótmælendum gegn kaþólsku kirkjunni og með því kom hugmynd um "Lesser magistrate" sem væri hugmynd að minni valdhafi væri með réttinn og ábyrgð til að standa gegn valdameiri valdhafa eins og konung eða keisara.

Neikvæð afleiðing Siðaskipting var mannaslátrið. Um það bil 8 Milljónir manna létust í þrjátíu ára stríðinu.
Home: Text

HVERNIG HAFÐI ENSKA BORGARASTYRJÖLDINN ÁHRIF Á HEIMSSPEKINGA?

Enska borgarastyjöldinn hafði áhrif á heimsspekinga til að skrifa sínar skoðanir um Samfélagssáttmálann. Enska borgarastyrjöldinn frá 1642 til 1651 var barist milli Þingmanna og konungsins. Konungurinn vildi fá ótakmarkað vald en var alltaf að deila við þingið aðallega út af sköttum. Charles fyrsti uppleysti þingið til að fá pening fyrir her til að gera árás á Skotland sem mistókst og þingið neitaði til að borga fyrir stríð Charles. Charles fór með fjögurhundruð menn til London til að handteka fimm þingmenn sem höfðu flúið London. Eftir það hófst fyrsta enska borgarastyrjöld sem endaði í sigri þingmanna  yfir Charles og hann reyndi að flýja til Skotlands en var skilað til Englands. Önnur borgarastyrjöld var ekki eins skelfileg og sú fyrri hún endaði að Charles fyrsti var sakaður um landráð og var hálshöggvinn fimmta febrúar 1649. Þriðja Borgarastyrjöld var aðallega Cromwell fara í stríð við Íra og Skota.


Eftir Charles fyrsti var hálshöggvinn breytist England í commonwealth og svo Verndarsamtök með Cromwell sem Vendarinn áður en það breytist aftur í Alþingiskonungsdæmi eftir dauða Cromwells.

Borgarastyrjöldinn snerist aðallega um hvaða vald ætti konungurinn ætti að hafa, sem lét marga að íhuga hvernig og hver ætti að hafa vald. Thomas Hobbes flúði England og gagnrýndi ríkistjórn Cromwells frá Frakklandi.

Home: Text

HVERJIR VORU HELSTU SAMFÉLAGSSÁTTMÁLA HEIMSSPEKINGARNIR?

Helsu heimsspekingarnir voru Thomas Hobbes, John Locke, Jean-Jacques Rousseau og John Rawls. Þeir allir byrja með sama grunn um líf án samfélagssáttmála en fara síðan á sín eigin svið með sínar skoðanir.

Home: Text

THOMAS HOBBES

Thomas Hobbes eða Thomas Hobbes af Malmbury var Breskur heimsspekingur sem er sagður vera einn af stofnendum nútíma heimsspeki. Hann fæddist 5. apríl 1588 í Westport og ólst upp þar. Þegar hann útskrifaðist úr Oxford fann hann vinnu sem kennari og fór að kenna. Hann flutti til Parísar að kenna Gervase Clifton sonur fyrsta baróns. Hann flutti aftur til Englands þar sem hann skrifaði handrit sem heitir "The Elements of Law, Natural and Politic." Þegar Enska borgarastyrjöld byrjaði studdi Hobbes konunginn og þegar konungsmenn voru að tapa flýði hann til Parísar. Í París skrifaði Hobbes "Leviathan" þar sem hann upplýsti skoðurar sínar á samfélagssáttmála og gagnrýndi Lýðræðisleg ríkisvöld eins og var í Englandi. Thomas Hobbes dó árið 1679 af heilablóðsfalli.

Home: Text

JOHN LOCKE

John Locke er talinn vera áhrifamesti heimspekingur Upplýsingaraldar og áhrif hans ná til Voltaire, Jean Jacques Rousseau og Bandarískra byltingamanna. Locke er kallaður faðir fjálsræðisstefnu en faðir Lockes var kavala stjóri fyrir Þingmenn í Enska borgarastyrjöldinni bæði foreldur hans voru Púrítanar (enskir mótmælendur). Locke fór í virtan skóla í Westminster eftir að útskrifast fór hann til Christ Church Oxford. Hann hafði ekki mikinn áhuga á því sem var kennt (aðallega klassískt efni) honum hafði meira áhuga verk Descatres. Hann var með BS gráðu í læknisfræði og læknaði Anthony Ashley Cooper, 1st Earl of Shaftesbury sem þjáðist af lifrabólgun. Shaftesbury var eitt af stofnendum "Whig"  stjórnmálaflokknum, Shaftesbury hafði mikil áhrif á pólitískar hugmyndir Lockes. Það voru áhrif Shaftsburys sem leiddi Locke til að skrifa "Ritgerð um ríkisvald" sem gagnrýndi konungsdæmi og heimspekinga eins og Robert Filmer og Thomas Hobbes. Locke flúði til Hollands eftir að vera ákærður að vera Tengdur við "the Rye house plot árið 1683. Hann skrifaði mikið í Hollandi og kláraði verk eins og "Two Treatises of Civil Government" og "Essay Concerning Human Understanding" Locke fór aftur til Englands og dó þar árið 1704.

Home: Text

SKOÐANIR THOMAS HOBBES & JOHN LOCKE

THOMAS HOBBES

1588 - 1679

Thomas Hobbes gaf út bók sem heitir Leviathan þar sem hann talar um Samfélgassáttmálann. Hugmyndir hans eru þessar: Hobbes sagði að án Samfélagssáttmálann þá væri stríð allra gegn öllum "Bellum omnium contra omnes" og að allir væru sjálfselskir. Til að koma í veg fyrir því þá þurfti að mynda samfélag. Hobbes sagði líka að án Samfélagssáttmálunum þá væri lífið "einmanna, fátækt, viðbjóðslegt, hrokafullt og stutt." Honum fannst að það þurfti að vera einræðisherja sem myndi setja ótta í fólk til að vera hlýtt og hann ætti að hafa óskorað vald (Hann var í Frakklandi sem var með sinn eigin einræðisherra)

JOHN LOCKE

1632 - 1704

Hugmyndir Lockes voru ólíkar Hobbes. Locke var sammála Hobbes að fólk kæmi saman til að semja smafélagssáttmála. Hann trúði að manneskju náttúra leyfði fólki að vera eigingjarnt og náttúrunnar ríki væru allir jafnir og sjálfstæðir. Hann trúði  að hefðu ábyrgð á því  að vernda sinn rétt til líf, heilsu, réttlæti eða eignir. Hann trúði að ríkið ætti að vernda eignarréttinn. Locke trúi að ef valdhafi væri að rjúfa samkomulag samfélagssáttmála eða ekki virða rétt borgaranna höfðu þá Borgarar rétt að rísa gegn valdhafanum. Hann var að vísa til "dýrlegu byltinguna" eða valdaskipting ríkisins.

Home: List

AÐRIR HEIMSSPEKINGAR

Home: Text

JEAN-JACQUES ROUSSEAU

Jean-Jacques Rousseau var Genevan heimspekingur, rithöfundur og tónskáld. Hann hafði áhrif á Upplýsingaöldina í Evrópu og frönsku byltinguna. Hvert sem Rousseau fór var hann að skapa vandamál fyrir sjálfan sig. Verk hans eins og "The Social charter" eða "Emili" voru ástæðan fyrir því að hann flúði Frakkland. Rousseau gerði ótal margt í lífi sínu og hann dó árið 1778.
Rousseau var ekki sammála Hobbes að lífið í náttúrunni er allir ámóti öllum heldur að manneskjur væru hreinar og góðar og að samfélagið væri að spilla þeir. Skoðun hans á mannlífinu væri sú að þegar við fæðumst erum við fulkomin óspillt persónur og að samfélagið breytti okkur. Álit hans á hvernig við ölum up börn breyttist, foreldrar byrjuðu að kenna þeim sem einstaklingar. Rousseau hefur oft verið notaður sem afsökun fyrir harðstjórnir eins og Robespierre. Rousseau var dyggur fjrálshyggjumaður. Hann vildi að ríkisstjórnin verndi rétt manna en ekkert annað. Frjálshyggjumenn líta margir upp til Rousseau.

Home: Text

JOHN RAWLS


John Rawls er sagður vera einn mikilvegasti heimspekingur tuttugustu aldar. Rawls hafði reynslu við erfiðleikum og harmi, fæddist 1921 í Maryland hann þurfti að lifa í gegnum kreppnuna mikla. Tveir af bræðum hans dóu af sjúkdómum sem Rawls óvart gaf þeim. Rawls fór í bandaríska herinn árið 1943 og sá hryllinginn í stríði. Hann fór úr hernum árið 1946 og fór að starfa í háskólum þar sem hann skrifaði bækurnar sínar Theory of justice, Principles of justice, Political liberalism og The laws of the people. Í Theory of justice Rawls hélt að þeir sem væru betra settir gætu ekki finnst fyrir þá sem voru lágri settir. Hann setti fram hugsunartilraun þar sem þú ert ófætt barn svífandi yfir jörðinni eins og gervihnöttur og það eina sem þú gast gert var að ákvarða hvar þú mættir fæðast hvar myndirðu velja? Við þessari tilraun sýnir það manni hvað gerir að betra samfélag því. Ættirðu að velja Bandaríkinn þar sem líkurnar á að þú fæðist í fátæku hverfi eru háar eða í Norðurlönd þar sem eru háar líkur á að þú fæðist í ríku hverfi eru betri. Rawls íhugaði hvernig maður setur upp réttlæt samfélag. Rawls dó árið 2002.

Home: Text

JOHN RAWLS TILRAUN

Í þessari tilraun fórum við í kringum skólan og spurðum: Ef þú værir ófætt barn svífa um geiminn eins og gervihnöttur og að það eina sem þú getir gert er að velja hvaða land þú myndir vilja fæðast í hvaða land væri það og af hverju (athugaðu að þú færð ekki að velja hvaða stéttarflokk sem þú fæðist í) Þetta eru svörinn

ÍSLAND

Um það bil hálfur nemenda sögðu Ísland

SVÍÞJÓÐ

Þrír sögðu svíþjóð

ÍTALÍA

tveir sögðu Ítalía einn sagði norður Ítalía

ÖNNUR

önnur lönd eins og Norðurlönd og vestur Evrópsk lönd bara einn sagði afrískt land annar sagði bara Afríka

Home: List
meta-chart.png
Home: Image

OKKAR SKOÐUN

BJARTUR

Ég er sammála Locke að borgarar voru ábyrgðir að rísa gegn Stærri valdhafa ef þeir virtu ekki rétt borgaranna. Ég er líka sammála að allir eiga rétt á lífi, heilsu og eða eignum. Ég er sammála Hobbes að í náttúru eru stríð allra gegn öllum ólíikt Rousseau. Ég er sammála Rousseau að við ættum að kenna krakka sem einstaklingum en veit að það er ómögulegt. Og landið sem ég myndi velja væri Mónaco eða Lichtenstein.

THOMAS

Manneskjur er félagsverur og safnast saman. Þess vegna er ég ósamála að það myndi vera "stríð allra gegn öllum" heldur stríð hópa gegn hópum. Ég er sammála Locke að hver maður hefur sinn rétt til að vernda sitt líf, heilsu, frelsi eða eignir. Og að borgarar þurfa að rísa gegn valdhafa ef þeir virða ekki rétt sinn. Ég er ósamála Rousseau að án samfélags þá væri manneskjur hreinar og góðar því það er alltaf spilling eitthvernstaðar þótt við höfum samfélag eða ei. Ég myndi velja eitt af Norðurlöndunum til að fæðast í.

Home: List

BANDARÍSKA STJÓRNARSKRÁ

Bandaríska Stjórnaskráinn er elsta og áhrifamesta stjórnaskrá í mannkynssögu sem er enn í gildi. Hún sýnir okkur hvernig Samfélagssáttmáli gæti virkað. Thomas Jefferson (rithöfundur sjálfstæðisyfirlýsingarinnar) sagði að John Locke væri eitt af mikilvægustu persónum af mannkynssögunnar. Heimsspeki Lockes stöðvar kúgandi ríkisstjórn. Hann sá hlutverk ríkisstjórn til að tryggja grundvallaréttindi fólks en ekki trufla þau. John Locke hafði mikil áhrif á Thomas Jefferson t.d. setning Lockes: "líf, heilsa, frelsi eða eignir." Thomas Jefferson tók þessa setningu og notaði hana í þjóðaskrána en breytti henni í "líf, heilsa, frelsi og leit

hamingju." Ásamt Locke var Montesqiue líka áhrifamikill í Bandarísku stjórnaskránni aðallega hugmyndinn um þrískipting ríkisvalds sem Locke studdi. Sumar hugmyndir úr trúabragðastríðinu er í Bandaríska stjórnaskrá eins og "Lesse Magistrate" og skipting kirkju og ríki. Magna Carta var líka áhrifamikil í Bandaríski stjórnaskráinni þótt að Magna Carta sé bara að skilgreina sambandið milli konunga og baróna. Magna Carta leiddi til nútíma breska Þingsins. Þótt að Bretland er ekki með Stjórnaskrá er þingbyggingin í Bretland áhrifamikill. Lýðræðisríki er annaðhvort með forsetaræði eða þingræði t.d. Bandaríkin er með forsetaræði og Bretland er með þingræði, Ísland er með þingræði en Frakkland er með bæði forseta og þingræði. 

Home: Text

FRANSKA BYLTINGIN

Það eru margar ástæður afhverju það var bylting í Frakklandi árið 1789. Út af sjö ára stríðinu og bandaríska byltinginn var Frakkland gjaldþrota og þurfti að borga skuldir sínar svo konungurinn kallaði saman stéttaþing til að hækka skatta, sem var skipt í þrjár stéttir fyrsta stétt sem voru prestar, önnur stétt sem voru aðalsmenn og þriðja stétt sem voru borgarar Frakklands sem áttu eignir. Þriðja stéttin vildi að Frakkland væri með stjórnaskrá sem væri fyrir fólkið þeir kölluðu National Assembly og sáru Tennis Court Oath (það gerðist í tennissali í Versaile). Louis XVI konungur hafði á áhyggjur af þessu þingi og lokaði þá inni og senti hermenn til Parísar það leiddi til þess að borgarar í París gerðu árás á Bastille fangelsið og þannig byrjaði Franska byltingin. Byltingamenn eins og Robespierre voru undir áhrifum Upplýsingarstefnu og heimspekingar sem störfuðu í hennar anda, Heimspekingar eins og Rousseau og Déscates. Bandaríska byltinginn hafði líka áhrif á Frönsku byltingunni eins og Jefferson sagði "France had been awakened by our (bandaríska) Revolution". The Terror var tími þegar Robespierre og aðrir byltingarmenn drápu þá sem þeir héldu voru að berjast gegn byltingunni. Um það bil fjörtíuþúsund voru líflátir með fallöxinni. Franska byltinginn endaði með harðstjórns Napoleons. Þökk sé Napoleon var Napoleon code og öðrum byltingar hugmyndum dreift um þau lönd sem Napoleon sigraði. Byltingin hvati líka aðrar byltingar eins og Haiti byltingin, sameining Þýskalands og bylting í Austuríska Hollandi. 

Home: Text

GETUR VERIÐ SAMFÉLAG ÁN SAMFÉLAGSSÁTTMÁLANS?

Þegar við hugsum samfélag án samfélagssáttmála ímyndum við veiðimanna- og ættbálka líf. En hvað er alvöru heimur án samfélagssáttmála? Það er erfitt að skilgreina samfélag hvort að fjölskylda sé samfélag eða ættbálkur sé samfélag. Þegar fólk hættir að forma samfélag og fer að fjarlæga sig frá öðrum mun sú manneskja verða dýr. Sumir halda að manneskjur náðu að taka yfir jörðina vegna þess að þeir unnu saman. Þegar við lítum á ættbálka (það sem Rousseau elskar að gera) sem samfélag án samfélagssáttmála. Ástæðan afhverju Rousseau elskar Ættbálka er að þeir lítast út fyrir að vera óspilltur heimur en það er bara vegna þess þau vita ekki hvað það er að vera spilltur. Þá er spurnngin orðin er það betra að vita eða ekki að vita. Mistókst ríki gæti líka verið dæmi um samfélag án samfélagssáttmála. Það eru margar ástæður afhverju ríki mistakst efnahagshrun, spillt ríkistjórn og erlendum inngrip. En þegar réttur borgara er ekki virður átti fólkið að rísa gegn valdhafa.

Home: Text

SAMFÉLAGSSÁTTMÁLINN NÚ TIL DAGS

Hvers virði hefur Samfélagssáttmálinn nú til dags?
Yfir öllum upplýsingum sem við erum búinn að afla þá er lokasvarið: Samfélagsáttmálinn hefur mikla virði nú til dags. Ástæðan er: hugtakið er að fólk gefi hluta af frelsi sínu til ríkisstjórn til að njóta betra lífs í samfélagi. Ef það væri enginn samfélög þá væri ekki lög, iðnaður, nám og tækni vegna að það þarf samvinnu til að gera þessa hluti. Þess vegna þurfum við að hafa Samfélagssáttmála til að halda áfram með þessa hluti og til að þróa samfélagið.

Home: Text
Home: Text
bottom of page